Skilmálar vefverslunar RafhitunarAlmennt:
Öll uppgefin verð eru með VSK. Rafhitun áskilur sér rétt til að geta hætt við pantanir t.d. ef vara er uppseld, vegna innsláttar- eða skráningarvilla o.þ.h. Komi upp galli í vöru fæst hún að sjálfsögðu bætt í samræmi við gildandi lög.Greiðslur:
Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum í gegnum örugga gátt kortafyrirtækisins Borgun. Einnig er hægt að millifæra beint á bankareikning Rafhitunar. Viðskiptavinurinn velur hvernig hann vill borga þegar hann gengur frá pöntun (e. Checkout).

Afhending:
Rafhintun notar Íslandspóst við dreifingu vöru. Sendingarkostnaður er nálgaður út frá gjaldskrá Íslandspósts og fjölda vara í körfu. Viðskiptavinur getur einnig sótt vöruna til okkar á Kaplahraun 19, 220 Hafnarfirði.

Skilafrestur:
Kaupandi getur hætt við kaup innan 14 daga, ef hann hefur ekki notað vöruna og hún er í óskemmdum upprunalegum umbúðum. Þó er ekki hægt að skila raftækjum sem hafa verið spennusett, Rafhitun mun skoða innsend raftæki og staðfesta að spennusetning hafi ekki verið framkvæmd. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Skilmálar

  1. Lög um varnarþing.:  Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Rafhitunar ehf er í Hafnarfirði.
  2. Trúnaður.:  Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingumSendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.