Hitakútar
Hoiax hitakútarnir eru löngu landsþekktir enda ríðfríir og með 12 ára ábyrgð á belgnum. Þá eigum við litla hitakúta frá Stiebel sem henta vel fyrir vaska, í vinnuskúra ofl.
Hoiax kútarnir fást standandi, liggjandi og vegghengdir.
Rafhitarar
Við eigum flest til rafhitunar. Við höfum framleitt hitatúpurnar okkar í áratugi, enda þekkja þær flestir sem búa á köldum svæðum.
Einnig eigum við pottahitara, gegnumstreymishitara, geislahitara, hitablásara, termo, regla, stjórnbúnað ofl.
Ofnar
Sænsku PAX ofnarnir eru þekktir fyrir gæði. Þeir eru til í ýmsum lengdum og stærðum (vöttum). Pax ofnarnir eru ýmist 50cm háir eða 30cm háir, en 30cm hár ofn passar gjarnan vel undir glugga.
Þá hafa olíufylltu PAX handklæðaofnarnir verið vinsælir.