Kæru viðskiptavinir Rafhitunar

Sala á vörum og framleiðslu Rafhitunar hafa fengið nýtt heimili.  

Sala á Hoiax hitakútum, Stiebel gegnumstreymis hiturum, Pax rafmagnsofnum ásamt hitastrengjum og gólfhitakerfum hefur verið flutt til Vatns & veitna og Johan Rönning.

Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu má sjá hér á vefnum og einnig á www.vatnogveitur.is og www.ronning.is

Framleiðsla rafhitara og sértækra smíða Rafhitunar er flutt til Varma & vélaverks Knarravogi 4 www.vov.is

Þjónustusími 520-0800

Hitakútar

Hoiax hitakútarnir eru löngu landsþekktir enda ríðfríir og með 12 ára ábyrgð á belgnum. Þá eigum við litla hitakúta frá Stiebel sem henta vel fyrir vaska, í vinnuskúra ofl.

Hoiax kútarnir fást standandi, liggjandi og vegghengdir.

Rafhitarar

Við eigum flest til rafhitunar.  Við höfum framleitt hitatúpurnar okkar í áratugi, enda þekkja þær flestir sem búa á köldum svæðum. 

Einnig eigum við pottahitara, gegnumstreymishitara, geislahitara, hitablásara, termo, regla, stjórnbúnað ofl. 

Ofnar

Sænsku PAX ofnarnir eru þekktir fyrir gæði.  Þeir eru til í ýmsum lengdum og stærðum (vöttum).  Pax ofnarnir eru ýmist 50cm háir eða 30cm háir, en 30cm hár ofn passar gjarnan vel undir glugga.

Þá hafa olíufylltu PAX handklæðaofnarnir verið vinsælir.